Marteinslaug 1-7
Skilalýsing
Byggingraðili: Fimir ehf.
Byggingastjóri: Valdimar Ólafsson byggingameistari kt. 170559-3399
Arkitektar: Rúnar Gunnarsson og Þormóður Sveinsson
Burðarvirki: Tæknivangur ehf. Magnús Gylfason
Rafmagn / Lýsing Helgi Eiriksson/Lúmex ehf.
Utanhússfrágangur:
Útveggir: Einangraðir að utan með steinull, veggir klæddir með álklæðingu frá Áltaki ehf.
Gluggar og útihurðir: Lux frá Gluggasmiðjunni. Ál að utanverðu og timbur hvítmálað að innanverðu.
Bílskýlishurð: Fellihurð með sjálfvirkum opnara frá Gluggasmiðjunni. Opnari fylgir hverri íbúð.
Þak: Fulleinangrað og frágengið með pappa.
Svalir: Staðsteyptar .
Innanhússfrágangur:
Útveggir: Steyptir sandspartlaðir og hvítmálaðir.
Milliveggir:
Milliveggir staðsteyptir og gipsveggir.
Frágangur lofta: Loft verða sandspörtluð, fínhraunuð og máluð.
Lofthæð: 280 cm. upp á plötu en u.þ.b. 253 cm. frá gólfi upp að lofti án gólfefna
Gólfefni:
Gólf eru flotuð frágengin undir endanlegt slitlag án spörtlunar. Flísar verða á baði, og þvottahúsi.
Innihurðir: Innihurðir verða spónlagðar með eikarvið.
Innréttingar: Trésmiðja GKS smíðar allar innréttingar sjá teikningar
Eldhúsinnrétting:
Allir sýnilegir fletir eru spónlagðir með eik sjá myndir og teikningu. Skúfur full opnalegar með skellivörn. Borðplötur plast með viðarkanti. Flísar milli skápa þar sem við á.
Skápar: Allir sýnilegir fletir eru spónlagðir með eik skápar í svefnherb. ná upp í loft.
Flísalögn:
Veggir á aðalbaði verða flísalagðir með hvítum möttum flísum upp í 2ja metra hæð. Gólf í þvottahúsi og baði eru flísalögð . Önnur flísalögn á gólfum fylgir ekki
Raflögn:
Raflögn fullfrágengin, ljósakúplar á baði, eldhúsi, þvottah og geymslu. Önnur ljós fylgja ekki innan íbúðar. Útiljós bæði svalamegin og inngangsmegin frágengin, reykskynjari uppsettur fylgir hverri íbúð. 1stk. dyrasími er í hverri íbúð. Slökkvitæki fylgir hverri íbúð.
Lyfta:
Glæsileg lyfta frá Íslandslyftum er í hverju stigahúsi.
Á baði:
Öll hreinlætistæki og blöndunartæki fylgja, frá Tengi ehf. Allt einnar handar tæki af vandaðri gerð. Salerni er vegghengt og vatnskassi innfelldur í vegg.
Rafmagnstæki: Eru Siemens, keramik helluborð, bakarofn, uppþvottavél og háfur/gufugleypir eru úr stáli. Frontur á uppþvottavél verður sýnilegur með viðaráferð á stjórnborði en viðarfronti að öðru leyti.
Sérgeymsla í kjallara: Hurð máluð. Veggir eru gips eða holufylltir steyptir veggir og málað, veggir eru grófir en málaðir. Gólf máluð.
Þvottahús:
Borðplata og skolvaskur fylgir, ekki hillur. Tengingar klárar fyrir þvottavél. Ekki er gert ráð fyrir notkun þurrkara með útblæstri
Sólbekkir: Plastlagðir í ljósum lit.
Sameign:
Glæsileg sameign verður fullfrágengin að öllu leyti. Veggir spartlaðir og málaðir. Aðalgönguhurðir með rafmagnsopnara.
Gólfefni: Gólf í stigagangi teppalögð. Gólf í kjallara máluð. Andyri og að lyftu fyrstu hæðar flísalagt.
Bílgeymsla:
Veggir eru holufylltir en ekki yfirborðsmeðhöndlaðir að örðu leyti. Bílastæði máluð og merkt.
Lóð:
Lóð verður fullfrágengin með gróðri. Malbikuð bílastæði. Stígar að framanverðu eru malbikaðir og skreyttir með hellum en stígar á lóð eru malastígar og hellur. Sandkassi og eitt leiktæki verður á báðum leiksvæðum og hiti verður í stéttum að framanverðu. Sorpgeymslur verða flístandandi á lóð framan við húsið.
|